fbpx
Menu

Fréttir

31. janúar 2023

Franskur skólabragur á K2

Menntaskólinn Jean Monnet í heimsókn

Dagana 30. janúar til 2. febrúar er franska aðaltungumálið á K2 gangi 4. hæðar Skólavörðuholts. Þá er K2 Tækni- og vísindabraut gestgjafi 63 nemenda og sjö kennara franska menntaskólans Lycée Jean Monnet sem er staðsettur í úthverfi Parísar.

Um nýtt samstarfsverkefni er að ræða, en gestirnir eru hér í þeim tilgangi að kynnast landi og þjóð ásamt því að vinna með eðlisvísindi og líftækni í íslensku samhengi. Nemendur skólanna sameinast jafnframt í almennu samtali um vísindagreinar, en Jean Monnet er í fararbroddi franskra menntaskóla í kennslu raunvísinda. Samstarfið býður upp á mögulega heimsókn K2 nemenda í náinni framtíð þar sem unnið yrði áfram með efnistökin

Sjón er sögu ríkari og við hvetjum áhugasama til að kíkja upp á K2 ganginn, kynna sér verkefnið og heilsa upp á þessa góðu gesti skólans.