fbpx
Menu

Fréttir

14. maí 2018

Fulltrúar skólans á menntavísindalegum vettvangi

Fulltrúar skólans á menntavísindalegum vettvangi

Fulltrúar Tækniskólans á ráðstefnunni Menntun, samfélag og samvinna.

Fulltrúar Tækniskólans verða með erindi  inni á ráðstefnu FUM (Félag um menntarannsóknir www.fum.is ) á morgun 16. maí. Um er að ræða erindi frá Valdemar skólastjóra og Ólafi Sveini deildarstjóra markaðs og kynningardeildar í samstarfi við Ásrúnu (fyrrum nemanda).

Ráðstefnan, Menntun, samfélag og samvinna, er haldin miðvikudaginn 16. maí kl.9:30 – 16:30 á Menntavísindasviði Háskóla Íslands Stakkahlíð. 

Um aðalfyrirlesara og dagskrá

Tækniskólinn og umræðan á menntavísindalegum vettvangi

Tækniskólinn hefur stimplað sig inn í umræðuna á menntavísindalegum vettvangi. Afar viðeigandi er að skólinn eigi fulltrúa á þessari ráðstefnu þar sem Tækniskólinn er með ríka áherslu á iðn- og verkgreinar í námsframboði. Í erindunum er fjallað um hlutina sem kennarar og nemendur eru að framkvæma. Hluti sem eru mikilvægir fyrir menntasamfélagið og ekki síst samfélagið í heild.