fbpx
Menu

Fréttir

11. janúar 2022

Fundur fyrir forráðamenn

Kæru foreldrar og forráðamenn (English version)

Ykkur er boðið á fjarfund fyrir forráðamenn nýnema í Tækniskólanum miðvikudaginn 12. janúar kl. 20:00. Áætlað er að fundurinn taki u.þ.b. eina klukkustund.

Hér er upptaka af fundinum.

Á fundinum munu skólameistari, aðstoðarskólameistari og starfsfólk stoðþjónustu segja frá starfseminni, þeirri þjónustu sem er í boði, námsvefnum Innu, félagslífi og fleira. Þá munu fulltrúar foreldraráðs kynna starfsemi foreldraráðs og foreldrafélags.

 

Nýnemaferð

Dagskrá

20:00 – Hagnýtar upplýsingar í upphafi annar
Skólameistari, námsráðgjafi og sálfræðingur

20:12 – Félagslífið
Félagsmálafulltrúi

20:16 – Foreldraráð
Fulltrúar foreldraráðs

20:20 – Inna og kennslukerfi
Aðstoðarskólameistari

20:30 – Fyrirspurnir
Þegar búið er að fara yfir helstu atriði fundarins geta foreldrar og forráðamenn lagt fram fyrirspurnir. Hægt er að ræða við skólastjóra um tiltekin málefni námsbrauta og einnig verða sálfræðingur og námsráðgjafi til staðar til að svara spurningum.

 

Hér er hægt að velja hlekki á viðeigandi umræður að aðalfundi loknum:

Byggingatækniskólinn

Hönnunar- og handverksskólinn

Raftækniskólinn

Skipstjórnar- og Véltækniskólinn

Tæknimenntaskólinn

Upplýsingatækniskólinn

Skólameistari og aðstoðarskólameistari

Námsráðgjöf

Sálfræðiþjónusta

 

Hlökkum til að sjá ykkur!