24. maí 2019
Fyrsta samstarfsverkefni 42 Framtíðarstofu

Fabricademy
Vikuna 13. til 17. maí var í gangi alþjóðlegt námskeið á vegum Fabricademy í Framtíðarstofu Tækniskólans.




Farið var um víðan völl í ýmsu tengt textílhönnun, ýmist með fróðlegum fyrirlestrum, sýnikennslu og eða verkefnum, allt frá því að spinna silki úr silkiormum yfir í að rækta sinn eigin fatnað úr lífrænum efnivið (bio materials). Um 30 manns tóku þátt – frá Kanada, Bandaríkjunum, Englandi, Þýskalandi, Frakklandi, Portúgal, Brasilíu, Chile, Spáni, Singapore, Ísrael og svo Íslandi að sjálfsögðu.
Þetta var jafnframt fyrsta samstarfsverkefni Framtíðarstofunnar, og þótti hafa tekist afar vel. Meðfylgjandi eru nokkrar myndir sem teknar voru á námskeiðum.