fbpx
Menu

Fréttir

27. október 2018

Gjöf frá Rönning

Gjöf frá Rönning

Frábærar gjafir og gott bakland

Helgi Guðlaugsson viðskipta­stjóri hjá Rönning færði Raf­tækni­skól­anum að gjöf allt að 50 greina- og töflu­skápa til notk­unar og end­ur­nýj­unar á kennslu­búnaði Raf­tækni­skólans. Verðmæti þess­arar gjafar er rétt undir 3 millj­ónum. Þetta er til viðbótar við gjöf frá Rönning í fyrra haust þegar þeir færðu skól­anum Easy/​Berker for­rit­an­legar ljós­a­stýr­ingar til nota við kennslu í kennslu.

Rönning hefur því staðið vel við bakið á Raf­tækni­skól­anum á þessu ári og á mynd­inni má sjá Helga Guðlaugsson viðskipta­stjóra Rönning og Sig­ur­stein Sigurðsson fag­stjóra sterk­straumssviðs Raf­tækni­skólans.

Raftækniskólinn þakkar mikið fyrir þennan stuðning enda er ómetanlegt að hafa gott bakland í lifandi iðngrein.