fbpx
Menu

Fréttir

22. desember 2017

Glæsileg útskrift Tækni­skólans í Hörpu

Glæsileg útskrift Tækniskólans í Hörpu

Mikil hátíð var í gær þegar nem­endur Tækni­skólans mættu til útskriftar í Silf­ur­bergi Hörpu. Alls braut­skráði skólinn 272 nem­endur og til þess að hindra fjölda­tak­mark­anir gesta var ákveðið að skipta athöfn­inni í tvo hluta. Fyrst var útskrifað frá fram­halds­skóla­stiginu og svo frá fag­há­skóla­stiginu sem er nám á fjórða stigi sbr. Meist­ara­skólann. Þá voru einnig útskrifaðir nemar úr flug­virkjun hjá Flug­skóla Íslands og úr hljóðtækni­námi sem er námsleið í sam­starfi við Stúdío Sýr­land.

Braut­skráð var frá neðangreindum skólum/​deildum Tækni­skólans:
Bygg­inga­tækni­skólinn(23), Hand­verks­skólinn(20 ), Raf­tækni­skólinn(37), Skip­stjórn­ar­skólinn(15), Upp­lýs­inga­tækni­skólinn(28), Vél­tækni­skólinn(15), Tækni­mennta­skólinn(29),

Flug­skólinn (27 ), Meist­ara­skólinn (63), Hljóðtækninám (15)

Dux skólans

Etienne Menétrey er dúx Tækni­skólans á haustönn 2017 – með ein­kunnina 9,49 frá Skip­stjórn­ar­skól­anum. Etienne er fæddur í Nantes í Sviss og vinnur við að sigla með ferðamenn í hvalaskoðun, hann hefur mikið dálæti á Íslandi og dreymir um að læra tökin á seglskútu- sigl­ingum. Etienne lauk D- rétt­indum til skip­stjórnar. Sem­idúx skólans er Jón Þorbjarn­arson sem útskrifaðist af hús­gagnasmíðabraut við Bygg­inga­tækni­skólann með ein­kunnina 9,36.

Yngsti nemandi sem útskrifast með sveinspróf og stúdentspróf.

Guðmundur Snorri Eysteinsson lauk stúd­ents­prófi og sveins­prófi í vél­virkjun á aðeins tveimur og hálfu ári, sem er ein­stakt afrek og eitthvað sem engum hefur tekist að gera fram að þessu. Guðmundur Snorri er aðeins 18 ára og hlaut hann jafn­framt verðlaun fyrir bestan árangur í Vél­tækni­skól­anum frá Sam­tökum iðnaðarins og Tækni­skól­anum