fbpx
Menu

Fréttir

22. mars 2022

Glæstur árangur nemenda

Það voru fagnaðarfundir, um nýliðna helgi, þegar Forritunarkeppni framhaldsskólanna fór fram í Háskólanum í Reykjavík. Alls tóku 47 lið þátt í keppninni þar af var Tækniskólinn með 21 lið.

Keppn­inni er skipt í þrjár deildir eftir erfiðleika­stigi. Delta er fyrir byrj­endur, Beta er millistig og Alpha er fyrir þá sem skara fram úr.

 

Úrslit hjá liðum Tækniskólans

Eftir spennandi keppni lentu lið Tækniskólans í þriðja sæti í Alfa deild, fyrsta sæti í Beta deild  og fyrsta og öðru sæti í Delta deild.

Liðið 6d6f6e6b65 varð í þriðja sæti í Alpha. Liðsmenn eru Kristinn Vikar Jónsson, Henrik Marcin Niescier og Elías Andri Harðarson.

Netþjónarnir voru í fyrsta sæti í Beta. Liðsmenn voru Bjartur Sigurjónsson og Birgir Bragi Gunnþórsson.

Non stultus voru í fyrsta sæti í Delta. Liðsmenn eru Þórhallur Tryggvason, Guðmundur Freyr Gunnlaugsson og Jason Helgi Hallgrímsson

Runtime Terror voru í öðru sæti í Delta. Liðsmenn eru Kristófer Helgi Antonsson, Viktor óli Bjarkarson og Lúkas Máni Gíslason.

 

Til hamingju með glæstan árangur!