25. febrúar 2018
Góðir gestir frá Þýskalandi.
Hjá okkur í Raftækniskólanum eru staddir gestir frá Jobelmann Schule í Stade í Þýskalandi. Samstarf Jobelmann Schule og Raftækniskólans hefur nú staðið yfir í 11 ár og eru að þessu sinni komnir 6 nemendur ásamt kennara sem verða með okkur næstu 3 vikurnar. Nemarnir eru ýmist á rafvirkjabraut eða upplýsingatækni og munu spreyta sig á verkefnum tengdum raftækni á næstu vikum.