fbpx
Menu

Fréttir

03. september 2018

Gulleggið – keppni fyrir frumkvöðla

Gulleggið – keppni fyrir frumkvöðla

Nemendur eru hvattir til að mæta og kynna sér Gulleggið – keppnina

Kynning verður í hádeginu á mánudag á Gullegginu fyrir alla sem áhuga hafa. Icelandic Startups stendur árlega fyrir frumkvöðlakeppninni Gullegginu. Meginmarkmið keppninnar er að skapa vettvang fyrir ungt athafnafólk til að öðlast þjálfun og reynslu í mótun nýrra viðskiptahugmynda og rekstri fyrirtækja. Á meðan keppninni stendur fá allir þátttakendur rýni og endurgjöf á hugmyndir sínar ásamt þjálfun í gerð viðskiptaáætlunar og uppbyggingu viðskiptahugmynda.

Kynningarfundur í matsal nemenda að Skólavörðuholti kl. 12:30 fyrir alla sem hafa áhuga!

Vefur keppninnar er gulleggid.is