fbpx
Menu

Fréttir

11. janúar 2019

Kynning á Háskólaherminum 2019

Kynning á Háskólaherminum 2019

Mánudaginn 14. janúar kl. 12:30 verður kynning á Háskólaherminum í stofu 415 á Skólavörðuholti.
Allir 18 ára og eldri velkomnir að mæta.

Að þessu sinni verður Háskólahermirinn haldinn dagana 7. og 8. febrúar 2019.

Þátttakendur heimsækja fræðasvið Háskóla Íslands og leysa ýmis verkefni. Eftir heimsóknina ættu þeir að hafa góða innsýn í námsframboð HÍ og hugmyndir um hvað nám á mismunandi sviðum felur í sér.

Háskólahermirinn er hugsaður fyrir þá nemendur sem eru u.þ.b. hálfnaðir með nám sitt í framhaldsskóla og kostar ekkert að taka þátt.