fbpx
Menu

Fréttir

11. október 2023

Háskólanám erlendis

Námskynning Lingó

Lingó málamiðlun stendur fyrir námskynningu í Tjarnarbíói laugardaginn 14. október kl. 12:00–16:00. Á námskynningunni munu fulltrúar þrettán samstarfsskóla Lingó kynna skólana og námsúrval.

Boðið verður upp á örnámskeið um ferilmöppur milli kl. 12:00–13:00.

Sjá má nánari upplýsingar og lista yfir erlendu háskólana á vefsíðu Lingó. 

 

Lingó í Tækniskólanum

Wendy Anderson fulltrúi allra sjö University of the Arts London skólanna mun heimsækja Tækniskólann föstudaginn 13. október ásamt Þrúðu hjá Lingó. Þau verða til skrafs og ráðagerða í stofu 416 kl. 11:50–13:00.

Nám hjá UAL skólunum spannar flest svið lista og hönnunarnáms sem og afleiddra greina, svo sem innan stjórnunar, markaðsmála og tæknigeirans. 

Öll vel­komin!