Heilsudagar hjá Tækniskólanum

Dagana 24.–26. september verða heilsudagar í Tækniskólanum. Að þessu sinni eru heilsudagar
helgaðir geðrækt og verður dagskráin fjölbreytt og skemmtileg eftir efninu. Saga Garðarsdóttir
mætir m.a. í matsal nemenda og verður með uppistand.
Dagskrá verður skipt á þrjár aðalbyggingar Tækniskólans eftir dögum; 24. september verður dagskrá á Skólavörðuholti, 25. september á Háteigsvegi og 26. september í Flatahrauni.
Alla dagana verður boðið upp á frían hafragraut í morgunmat í mötuneyti skólans.
Dagskrá – Skólavörðuholt 24. september
10:35-11:35 – Brennó mót í íþróttahúsinu við Vörðuskóla
11:40-12:40 – Göngutúr – Mæting í anddyri aðalbyggingar
12:40-13:10 – Saga Garðars, uppistand í matsal
13:10-14:10 – Núvitund vs. HAM í stofu 307 – Fyrirlesari: Benedikt Bragi Sigurðsson, sálfræðingur
14:15-15:15 – Tölvuleikir og lífsstíll í stofu 304 – Fyrirlesari: Þorsteinn Kristjáns Jóhannsson
14:30-15:30 – Vertu besta útgáfan af sjálfum/sjálfri þér í stofu 405 – Fyrirlesari: Sandra Björg Helgadóttir, þjálfari hjá KVAN
Dagskrá – Háteigsvegur 25. september
11:40-12:40 – Göngutúr – Mæting í anddyri aðalbyggingar
12:40-13:10 – Saga Garðars, uppistand í matsal
13:10-14:10 – Núvitund vs. HAM í stofu 201 – Fyrirlesari: Benedikt Bragi Sigurðsson, sálfræðingur
14:30-15:30 – Vertu besta útgáfan af sjálfum/sjálfri þér í stofu 201 – Fyrirlesari: Sandra Björg Helgadóttir, þjálfari hjá KVAN
Dagskrá – Hafnarfjörður 26. september
10:35-11:35 – Vertu besta útgáfan af sjálfum/sjálfri þér í stofu 305 – Fyrirlesari: Sandra Björg Helgadóttir, þjálfari hjá KVAN
11:40-12:40 – Göngutúr – Mæting í anddyri aðalbyggingar
12:40-13:10 – Saga Garðars, uppistand í matsal
13:10-14:10 – Núvitund vs. HAM í stofu 305 – Fyrirlesari: Benedikt Bragi Sigurðsson, sálfræðingur
14:15-15:15 – Tölvuleikir og lífsstíll í stofu 305 – Fyrirlesari: Þorsteinn Kristjáns Jóhannsson
Skráning
Hér má finna skráningu á viðburði heilsudaga Tækniskólans
Nemendur sem taka þátt í viðburðum í heilsuviku fá leyfi frá kennslu á meðan á viðburðinum stendur. Mikilvægt er að skrá sig á viðburðina til að leyfin skili sér.