fbpx
Menu

Fréttir

27. nóvember 2019

Hönnun, hug­myndir, nýsköpun

Hönnun, hugmyndir, nýsköpun

Nýsköpunarverkefni nemenda til sýnis

Sjö hópar nem­enda í nýsköp­un­ar­áföngum hönn­unar- og nýsköp­un­ar­brautar Tækni­skólans hafa unnið að nýsköp­un­ar­verk­efnum fyrir þessa sýn­ingu undir stjórn kenn­ar­anna Önnu Snæ­dísar Sig­mars­dóttur og Elísa­betar V Ingvars­dóttur. Unnið hefur verið með Heims­markmið Sam­einuðu þjóðanna í öllum verk­efn­unum þar sem áhersla er á sam­fé­lags­legar hug­myndir og nýsköpun.

Þverfaglegt samstarf meðal nemenda skólans

Á sýn­ing­unni má jafn­framt sjá verk­efni sem fimm manna teymi nem­enda Tækni­skólans hefur þróað í Mennta­maskín­unni undir stjórn Ernu Ástþórs­dóttur. Verk­efnið byggir á þverfag­legu sam­starfi og lið Tækni­skólans er núna skipað nem­endum úr Vél­tækni­skól­anum (vél­stjórn), Bygg­inga­tækni­skól­anum (húsasmíði), Hand­verks­skól­anum (fata­tækni) og Tækni­mennta­skól­anum (hönn­unar-og nýsköp­un­ar­braut). Unnið er með Heims­markmið Sam­einuðuþjóðana númer 13 sem varðar aðgerðir í lofts­lags­málum.

Sýna afrakstur og mikilvægi þess að efla menntun á sviði hönnunar, nýsköpunar og verklegra greina

Markmið sýn­ing­ar­innar er m.a. að gefa nem­endum tæki­færi á að sýna almenn­ingi afrakstur sinn, mynda tengsl við aðra og sýna fram á mik­il­vægi þess að styðja við og efla menntun á sviði hönn­unar, verk­legra greina og nýsköpun í íslensku sam­fé­lagi. Þeir skólar sem nú taka þátt eru FB, Tækni­skólinn, MR, Verzló, MH og Borg­ar­holts­skóli. Ráðhús Reykja­víkur styður sýn­inguna en verk­stjórn Sam­sýn­ing­ar­innar er í höndum Nýsköp­un­armiðstöðvar Íslands.

Ráðhús Reykja­víkur styður sýn­inguna en verk­stjórn sýn­ing­ar­innar er í höndum Nýsköp­un­armiðstöðvar Íslands.

Sýningin er opin á eftirfarandi tímum frá 28. nóvember til 1. desember 2020:

  • Fimmtudaginn 28. nóvember kl. 08:00 – 18.00
  • Föstudagur 29. nóvember kl. 08:00 – 18:00
  • Laugardagur 30. nóvember kl. 10:00 – 18:00
  • Sunnudagur 1. desember kl. 12:00 – 16:00

 

Nánari upplýsingar:

Menntamaskína

Samsýning framhaldsskólanna