fbpx
Menu

Fréttir

01. febrúar 2022

Starfsbrautir Tækniskólans

Starfsbrautir skólans

Dagana 1. til 28. febrúar er opið fyrir innritun á starfsbrautir Tækniskólans. Skólinn býður upp á tvær starfsbrautir, annars vegar starfsbraut og hins vegar starfsnám sérnám.

 

Starfsbraut

StarfsbrautinNemendur á starfsbraut útbúa afgreiðsluborð fyrir Forlagið er kennd bæði á Skólavörðuholti og í Hafnarfirði.

Brautin er ætluð nemendum sem stundað hafa nám í sérdeildum grunnskóla eða notið mikillar sérkennslu á grunnskólastigi og hafa ekki mögu­leika á að stunda fullt nám á öðrum námsbrautum.

Þjónustustig brautarinnar er númer 1 samkvæmt skilgreiningu menntamálaráðuneytis. Gert er ráð fyrir að nemendur séu sjálfstæðir innan skólans, geti farið á milli kennslustofa, í mötuneyti og í íþróttir.

Sérstaða braut­ar­innar er verk­legi hluti námsins, þar sem nem­endum gefst tæki­færi til að kynnast minnst þremur verk-, iðn- eða list­greinum. Þá má nefna tréiðnað, leik­list, upp­lýs­inga­tækni, málmiðnað og hönn­unar og listnám.

 

Starfsbraut sérnám

Starfsbraut sérnám er ætluð nemendum með miklar og flóknar þjónustuþarfir. Sérstaklega er horft til nemenda með flókna einhverfu sem eru viðkvæmir fyrir áreiti umhverfisins og þurfa mikla aðstoð í tengslum við hegðun. Námið er einstaklingsmiðað og sniðið að hverjum og einum.

Þjónustustig brautarinnar er númer 4+ eða sérnám samkvæmt skilgreiningu ráðuneytis.

 

Allar nánari upplýsingar um námið veitir Rósa Hrönn Árnadóttir, brautarstjóri starfsbrauta. Fulltrúar grunnskóla geta einnig bókað tíma í heimsókn hjá henni.