fbpx
Menu

Fréttir

15. febrúar 2019

Innritun á starfsbrautir í febrúar

Innritun á starfsbrautir í febrúar

Frábærar starfsbrautir

Tækniskólinn vekur athygli á starfsbrautum sínum en innritun á þær stendur einmitt yfir nú. Einungis er innritað á starfsbrautir í febrúar ár hvert.

Starfsbraut starfsnámsbraut

Starfsbraut starfsnámsbraut er kennd bæði á Skólavörðuholti og í Hafnarfirði.

Brautin er ætluð nemendum sem stundað hafa nám í sérdeildum grunnskóla eða notið hafa mikillar sérkennslu á grunnskólastigi, vegna fötlunar eða annarra ástæðna, og hafa ekki mögu­leika á að stunda fullt nám á öðrum námsbrautum.

Þjónustustig brautarinnar er númer 1 samkvæmt skilgreiningu menntamálaráðuneytis. Gert er ráð fyrir að nemendur séu sjálfstæðir innan skólans, geti farið á milli kennslustofa, í mötuneyti og í íþróttir. Sérstaða brautarinnar er verklegi hluti námsins.

Sjá meiri upplýsingar á brautarsíðu.

Starfsbraut sérnám

Starfsbraut sérnám er ætluð nemendum með miklar og flóknar þjónustuþarfir. Sérstaklega er horft til nemenda með flókna einhverfu sem eru viðkvæmir fyrir áreiti umhverfisins og þurfa mikla aðstoð í tengslum við hegðun. Námið er einstaklingsmiðað og sniðið að hverjum og einum.

Þjónustustig brautarinnar er númer 4+ eða sérnám samkvæmt skilgreiningu ráðuneytis.

Sjá meiri upplýsingar á brautarsíðu.