fbpx
Menu

Fréttir

01. september 2021

Inntökupróf fyrir Gettu betur lið Tækniskólans

Gettu betur

Undanfarin ár hefur Tækniskólinn verið í mikilli sókn í Gettu betur og náðu t.d. í undanúrslit í fyrra.

Inntökupróf fyrir Gettu betur lið Tækniskólans eru hafin og verða rafræn að þessu sinni en þau verða opin til miðvikudagsins 8. september.

Í kjölfar inntökuprófsins verður haft samband við þátttakendur sem stóðu öðrum framar og þeim boðið að koma í viðtal og frekari próf undir leiðsögn þjálfara liðsins.

Við hvetjum alla áhugasama til þess að taka þátt.