19. september 2018
Inntökupróf í Gettu betur
Inntökupróf fyrir Gettu betur lið Tækniskólans fara fram fimmtudaginn 20. september kl. 12:40 í stofu 415 á Skólavörðuholti og 303 í Hafnarfirði.
Allir áhugasamir nemendur eru hvattir til þess að spreyta sig á prófinu en allir nemendur sem eru 21 árs eða yngri og hafa ekki lokið stúdentsprófi mega taka þátt í Gettu betur.
Nánari upplýsingar veitir Valdi félagsmálafulltrúi á valdi@tskoli.is