Íslandsmót í iðn- og verkgreinum 2019

Nemendur Tækniskólans keppa í fjölda greina dagana 14. – 16. mars í Laugardalshöll.
Tækniskólinn verður með víðamikla kynningu á námsframboði sínu og stórt kynningarsvæði þar sem vel verður tekið á móti öllum. Námsráðgjafar, kennarar og nemendur verða til viðtals um námið, inntökuskilyrði, félagslífið og starfið í skólanum. Kennarar munu bjóða upp á örnámskeið í ýmsum greinum m.a. forritun, raftækni og hárgreiðslu og hægt verður að prófa kunnáttu sína í þrautum á ýmsum sviðum.
33 framhaldsskólar alls staðar af landinu verða í Laugardalshöllinni og kynna fjölbreytt námsframboð.
Mín framtíð 2019 er yfirskrift keppninnar
Íslandsmót iðn- og verkgreina og framhaldsskólakynning verður haldin í Laugardalshöll 14.-16. mars 2019.
Dagbjört valdi rafvirkjanám og hún er ein af fjölmörgum nemendum sem mæta til leiks í laugardalshöll á fimmtudag 16. mars – til þess að keppa á Íslandsmóti- iðn og verkgreina:
Dagbjört valdi rafvirkjun og hún er ein af fjölmörgum nemendum sem mæta til leiks í laugardalshöll á fimmtudag [16. mars] – til þess að keppa á Íslandsmóti- iðn og verkgreina ? Tækniskólinn verður að sjálfsögðu á svæðinu og það eru allir velkomnir á "básinn" okkar ? Nánari upplýsingar um viðburðinn má finna hér;https://www.facebook.com/events/2576627255684331/
Gepostet von Tækniskólinn am Dienstag, 12. März 2019
Opnunartímar fyrir almenning:
- 14. mars — fimmtudagur kl. 14 – 17
- 15. mars — föstudagur kl. 14 – 17
- 16. mars — laugardagur kl. 10 – 16. Fjölskyldudagur
Ungir sem aldnir eru hvattir til að mæta og hægt verður að prófa að fikta við skemmtileg verkefni, fá að smakka, taka örnámskeið og skoða fjölbreytt námsframboð framhaldsskóla landsins.
Facebooksíða Íslandsmótsins
Viðburðurinn á Facebook
Upplýsingar um keppnina á síðu Verkiðn