fbpx
Menu

Fréttir

08. júní 2022

Jarðvirkjun

Innritun í fullum gangi

Við vekjum athygli á námi í jarðvirkjun – nýrri námsbraut í Tækniskólanum.

Námið veitir innsýn í land­mótun, jarðvinnslu, verk­ferla, tækni og atvinnulíf fyr­ir­tækja í þessari starfs­grein. Mikil áhersla er lögð á nýj­ustu tækni og er talsverð verkleg kennsla í náminu. Kennt er á full­komna herma í húsnæði Tækni­skólans í Hafnarfirði en frekari starfsþjálfun fer fram í sam­vinnu við jarðvinnu­verk­taka.

Innritun er opin og geta þeir sem ekki koma beint úr grunnskóla sótt um námið á eftirfarandi innritunarhlekk.

Þeir nemendur sem innritast beint úr grunnskóla sækja um á innritunarvef Menntamálastofnunar.