fbpx
en
Menu
en

Fréttir

02. nóvember 2020

Kennsla 2.–6. nóvember

Kæru nemendur/ Dear students (English here) 

Þá er skipulagið að skýrast fyrir morgundaginn og næstu daga.

Sú reglugerð sem tekur gildi á morgun hefur mismikil áhrif á námsgreinar en ef eitthvað breytist hjá ykkur fáið þið tölvupóst um það frá ykkar kennurum/skólastjóra.

Allt bóknám (þ.m.t. íslenskubraut) og fagbóklegt nám (t.d. teikning og hönnunaráfangar) heldur alfarið áfram í fjarnámi en starfsbraut verður í húsi. Að neðan má sjá gróft yfirlit yfir fyrirkomulag í öðrum greinum en bóklegum.

Ég vona sannarlega að það átak sem öll þjóðin er nú í muni skila okkur bjartari dögum og meiri sveigjanleika í kennslu í húsi þegar lengra líður á veturinn. En nú þurfum við að standa saman og láta hlutina ganga. Ég vil í leiðinni minna á þjónustu náms- og starfsráðgjafa, sálfræðings og kennara í námsverum.

Kær kveðja,

Hildur skólameistari                      

 

Yfirlit yfir nám frá 3. nóvember

Hönnunar- og handverksskólinn
Hár, gull og föt verða áfram eftir sama skipulagi og undanfarnar viku. Hönnunarbraut verður áfram alfarið í fjarnámi.

Byggingatækniskólinn
Múriðn, veggfóðrun- og dúklögn og málun verða áfram eftir sama skipulagi og undanfarnar vikur. Einhverjar breytingar verða í húsgagnasmíði og pípulögnum og fá nemendur póst um það frá kennurum. Tækniteiknun verður áfram í fjarnámi.

Raftækniskólinn
Rafiðngreinar verða að mestu eins og undanfarnar vikur en nemendur fá póst frá kennurum/skólastjóra ef breytingar verða á skipulagi. Hljóðtækni- og kvikmyndatækninemendur fá póst frá kennurum um fyrirkomulag.

Upplýsingatækniskólinn (tölvubraut, GUF, ljósmyndun, grafísk miðlun og prentun/bókband)
Sama skipulag áfram nema verksmiðjuáfangar á tölvubraut og sérsvið í grafískri miðlun koma í hús. Þessir nemendur fá upplýsingar frá sínum kennurum hvenær þeir eiga að mæta.

Véltækniskólinn (vélfræði og málmiðngreinar)
Verið er að vinna að skipulagi. Haft verður samband við alla nemendur sem eitthvað breytist hjá. Þeir sem eiga að mæta í tíma á morgun þriðjudag skv. núgildandi skipulagi eiga að mæta.

Tækniakademía
Námið verður áfram með sama móti í stafrænni hönnun og vefþróun. Meistaraskóli heldur áfram í fjarnámi.

Tæknimenntaskólinn
Allar bóklegar greinar verða áfram í fjarnámi, þ.m.t. íslenskubraut. Starfsbraut verður í húsi.

Skipstjórnarskólinn
Sama fyrirkomulag og verið hefur undanfarnar vikur.

Flugvirkjun
Sama fyrirkomulag og verið hefur undanfarnar vikur.