fbpx
Menu

Fréttir

24. apríl 2018

Kynning á námi í Vefskólanum og þátttaka í kennslustund

Kynning á námi í Vefskólanum og þátttaka í kennslustund

Vefskólinn býður áhugasömum að kynna sér Vefskólann og taka þátt í kennslustund miðvikudaginn 25. apríl.

Santiago Donoso gestakennari frá Copenhagen School of Design and Technology (KEA) verður með opið námskeið í vefforritun. Við bjóðum upp á kaffi og tökum vel á móti þér!

Dagskrá: 
12:30 – 13:30 – Kynning á Vefskólanum
13:30 – 16:00 – Kennslustund í vefforritun – Gestakennari frá KEA

Athugið að þátttakendur námskeiðsins þurfa að mæta með sína eigin fartölvu.

Kennarar og nemendur Vefskólans verða á staðnum til að svara spurningum um námið 🙂


Innritun í námið er opin

Innritun í Vefskólann fyrir haustönn 2018 stendur yfir til og með 5. júní.