fbpx
Menu

Fréttir

03. október 2019

Kubburinn 2019

Kubburinn 2019

LAN-nefnd Tækniskólans heldur í samvinnu við Tuddann stærsta LAN ársins, Kubbinn, í íþróttahúsinu Digranesi helgina 11.-13. október. Alls verður pláss fyrir 500 manns og verður keppt í CS:GO, League of Legends, Starcraft, PUBG og Rocket League. Verðlaun á mótunum verða að verðmæti 400.000kr.

Miðasala

Miðasala er á vefsíðu LANsins og kostar 4900 kr. í forsölu á mót en 5900 kr. við hurðina.
Einnig verður hægt að kaupa miða á 2900 kr. fyrir þá sem vilja bara LANa og ekki taka þátt í mótum.

Stækkandi viðburður og samstarf

LAN-nefnd Tækniskólans hefur haldið LAN tvisvar sinnum á ári í áraraðir við miklar vinsældir. Undanfarin ár hefur LANið verið haldið innan veggja skólans og hafa oftar en ekki færri komið að en vilja. Til að opna og stækka viðburðinn var brugðið á það ráð að flytja hann í Digranesið.

Tuddinn er einn stærsti viðburðahaldari rafíþrótta á Íslandi og undir merkjum hans hafa farið fram ótal netdeildir og staðarmót. Auk þekkingar þeirra og fagmennsku koma þeir inn í samstarfið með gríðarmikla reynslu af umfangsmiklu mótshaldi sem á eftir að nýtast vel í stækkandi mótafyrirkomulagi.

Tóbaks- og vímuefnalaus viðburður

Rétt eins og á fyrri LAN-mótum skólans þurfa þátt­tak­endur sem ekki eru orðnir 18 ára að skila leyfisbréfi. Leyf­is­bréfum er skilað þegar mætt er á viðburðinn.
Viðburðurinn er að sjálfsögðu vímu­efna- og tób­ak­slaus og verður þeim sem brjóta reglur vísað á dyr.

Nánari upp­lýs­ingar má nálgast á vef LANsins eða hjá Mar­geiri F. Páls­syni, for­manni LAN-nefndar:
[email protected]
S: 696-6726