fbpx
Menu

Fréttir

20. ágúst 2019

Kynning fyrir forráðamenn nýnema

Kynning fyrir forráðamenn nýnema

Kæru foreldrar/forráðamenn

Mánudaginn 26. ágúst kl. 8.30 verða haldnir kynningarfundir fyrir foreldra/forráðamenn nýnema í matsölum skólans í Hafnarfirði, á Háteigsvegi (Sjómannaskólahús) og á Skólavörðuholti. Á fundunum verður farið yfir ýmis atriði um skólastarfið sem mikilvægt er að vita. Kynningin tekur tæpan klukkutíma og í framhaldinu geta foreldrar/forráðamenn hitt umsjónarkennara barna sinna.

Hér er hlekkur á beint streymi af fundinum á YouTube.

Dagskrá:

  1.  Kynning á Tækniskólanum
  2. Inna – upplýsingakerfi framhaldsskólanna
  3. Stoðþjónusta fyrir nemendur og forvarnastarf
  4. Félagslíf og viðburðir

Börnin ykkar eru að sjálfsögðu velkomin á kynninguna en þau fara svo í svokallaðan HVAÐ-tíma klukkan 9.15. Athugið að umsjónarkennarar taka á móti foreldrum að kynningu lokinni í þeim stofum sem svokallaðir HVAÐ-tímar barnanna eru.

Vonumst til þess að sjá sem allra flesta!