fbpx
Menu

Fréttir

18. mars 2021

Vilt þú heimsækja Tækniskólann?

Viltu koma í heimsókn

Grunn­skóla­nem­endur hafa tæki­færi á að heim­sækja Tækni­skólann, fá innsýn í skóla­starfið og kynna sér námið sem þar er í boði.

Vegna sam­komutak­mark­ana hefur ekki verið mögu­legt að bjóða grunn­skóla­nem­endum í heim­sóknir, líkt og fyrri ár, þar sem stórir hópar hafa fengið að skoða skólann og fá kynn­ingu á náminu. Tækni­skólinn getur þó gefið smærri hópum tæki­færi til þess að koma í slíkar heim­sóknir. Miðað er við 10 til 25 ein­stak­linga í hverjum hóp og tekur hver heim­sókn u.þ.b. 1,5 klst.

Einnig geta foreldrar/forráðamenn komið í heimsókn með börnum sínum þann 24. mars, skoðað húsnæðið, hitt námsráðgjafa og kennara. Vegna fjöldatakmarkanna er þó nauðsynlegt að bóka tíma.

Hér má lesa allar nánari upplýsingar um heimsóknir í skólann.