fbpx
Menu

Fréttir

29. nóvember 2018

LÆSA – MERKJA – PRÓFA

LÆSA – MERKJA – PRÓFA

Öryggi sett í öndvegi

Allir nemendur í rafiðngreinum í Tækniskólanum fengu kynningu um öryggismál í gær – fimmtudaginn 28. nóvember – undir yfirskriftinni LÆSA, MERKJA, PRÓFA. Vel á annað hundrað nemendur mættu í matsal á Skólavörðuholti og í lok kynningar var þeim gefinn sérstakur öryggislás, sem er merktur viðkomandi með nafni og símanúmeri. Reynir Guðjónsson, öryggisstjóri OR, mætti og hélt góða kynningu á mikilvægi öryggismála í rafiðnaði og útskýrði hugmyndafræðina á bak við Læsa, Merkja, Prófa.

Stjórnendur Tækniskólans hafa tekið ákvörðun um að setja öryggismál í öndvegi og er afhending lásanna og innleiðing á notkun þeirra í kennslu, liður í því ferli.