fbpx
Menu

Fréttir

19. október 2021

LAN Tækniskólans

LAN - tölvuskjár og heyrnatól

Helgina 22.–24. október fer LAN Tækniskólans fram í matsal Tækniskólans á Skólavörðuholti. Miðasala er hafin og er miðaverð 3000 kr. Þessi viðburður er lokaður og því einungis fyrir nemendur Tækniskólans. Allir þátttakendur sem eru yngri en 18 ára þurfa að skila inn leyfisbréfi til að taka þátt.

Á LANi koma þátttakendur með tölvurnar sínar og tengja saman til þess að spila tölvuleiki. LAN nefnd Tækniskólans (LNT) sér um skipulagningu viðburðarins og verður mótahald í þeirra höndum, en á LANinu er einmitt keppt í fjöldanum öllum af tölvuleikjum, s.s. CS:GO, Rocket League, League of Legends, Minecraft og mörgum fleiri leikjum.

Húsið opnar klukkan 18:00 á föstudeginum og lýkur því klukkan 12:00 á sunnudeginum. Ekki verður boðið upp að aðstöðu til þess að gista í skólanum og er fólk hvatt til þess að fara heim til sín til að sofa. Ekki verður heimilt að taka tækjabúnað úr húsinu milli kl. 23:00 á kvöldin og kl. 9:00 á morgnana. Einungis 100 miðar eru í boði og er því um að gera að vera snögg/t/ur að tryggja sér miða.