fbpx
Menu

Fréttir

26. september 2018

LAN Tækniskólans

LAN Tækniskólans

5.-7. október stendur LAN-nefnd Tækniskólans og Nemendasambandið fyrir Tækniskóla-LANinu, sem er haldið einu sinni á önn. LANið er tölvuleikjamót þar sem 100 manns komast að til að keppa í hinum ýmsu tölvuleikjum. Heildarverðmæti vinninga á LANinu er yfir 400.000kr.

Miðasala

Forsala miða fer fram í hádegishléi fimmtudag og föstudag (27. og 28. september) í matsal nemenda á Skólavörðuholti og í Hafnarfirði. Miðaverð er 3000kr.
Í forsölu verður einungis hægt að greiða fyrir miða með korti eða reiðufé. Almenn miðasala opnar svo föstudagskvöldið 28. september í gegnum miðasöluvef NST.

Reglur og leyfisbréf

LANið fer fram í matsal nemenda á Skólavörðuholti. Húsið opnar kl. 18:00 föstudaginn 5. október. Húsið lokar á miðnætti og verður þátttakendum ekki hleypt inn frá miðnætti til kl. 8. að morgni laugardags. Húsið lokar aftur að miðnætti á laugardeginum og opnar ekki fyrr en kl. 8:00 að morgni sunnudags.

Allir þátttakendur yngri en 18 ára þurfa að skila inn leyfisbréfi til að taka þátt. Nánar má lesa um reglur LANsins og mót á vef LAN-nefndarinnar, LNT.is