fbpx
Menu

Fréttir

04. nóvember 2021

Leiklistarnámskeið fyrir nemendur

Leikfélag Tækniskólans, Desdemóna, býður nemendum Tækniskólans á frítt leiklistarnámskeið.

Námskeiðið fer fram í matsal Tækniskólans við Skólavörðuholt og verður fjögur skipti, á mánudögum og miðvikudögum kl. 18:00. Fyrsta skiptið verður mánudaginn 8. nóvember.

Leiðbeinandi á námskeiðinu verður Gunnar Smári Jóhannesson, en hann mun einnig sjá um að leikstýra leiksýningu sem stefnt er að því að setja upp á vorönn.

Allir áhugasamir eru velkomnir. Engin sérstök skráning fer fram, það er nóg að mæta bara.