Lið Tækniskólans sigraði Menntamaskínu

Við óskum liði Tækniskólans til hamingju með frábæran árangur í Mema
Lið Tækniskólans sem keppti til úrslita í Menntamaskínu þann 1. desember síðastliðinn bar sigur úr býtum.




Liðið samanstóð af þeim Hrafnhildi Ósk Ásmundsdóttur á Hönnunar- og nýsköpunarbraut, Katrínu Evu Hafsteinsdóttur sem er í rafeindavirkjun, Róberti Orra Gunnarssyni sem var í Margmiðlunarskólanum (útskrifaðist í vor) og Svavari Má Harðarsyni sem er að læra vélstjórn.
Liðsstjóri var Erna Ástþórsdóttir, kennari á Hönnunar- og nýsköpunarbraut, en hlaut hún jafnframt kennaraverðlaun keppninnar.
Loftdýna sem eykur blóðflæði
Þetta þverfaglega teymi hannaði og gerði prótótýpu af loftdýnu sem gengur undir nafninu Zeta og er henni ætlað að hjálpa til við að auka blóðflæði hjá fólki sem er háð hjólastól eða er í mikilli kyrrsetu vegna fötlunar.
Eiga nemendur og liðstjóri mikið hrós skilið og óskum við þeim til hamingju með þennan frábæra árangur.