fbpx
Menu

Fréttir

04. maí 2023

Lísa í Undralandi

Magnaða og metnaðarfulla leikfélag skólans, Mars, sýnir einstaka uppsetningu á Lísu í Undralandi um helgina.

Í sýningunni verður lifandi tónlist með hljómsveitinni Marsipan sem komst í úrslit Músíktilrauna í ár. Hljómsveitin var einmitt stofnuð í leikfélaginu til þess að semja lög fyrir sýninguna sem sum eru frumflutt um helgina.

Sýningin er klukkutíma löng og við hvetjum öll áhugasöm að mæta og njóta.

Miðasölu má nálgast hér en einnig verður posi á staðnum.

Sýningartími:

  • Föstudagurinn 5. maí kl. 20:00
  • Laugardagurinn 7. maí kl. 20:00°
  • Sunnudagurinn 8. maí kl. 19:00

Miðaverð er 2000 kr. og sæti eru ekki númeruð.

Sjáumst í hátíðarsal Tækniskólans í Sjómannaskólanum við Háteigsveg!