fbpx
Menu

Fréttir

28. janúar 2024

Ljósmyndasýning í Helsinki

Norrænt samstarf ljósmyndadeildar

Ljósmyndadeild Tækniskólans hefur undanfarin þrjú ár verið í samstarfi við finnska skólann Yrkesinstitutet Prakticum, ásamt öðrum skólum í Svíþjóð og Noregi.

Nemendur fá ákveðið þema sem þeir túlka í syrpu af ljósmyndum og í ár var þemað Chaos. Nokkrir nemendur frá hverjum skóla taka svo þátt í ljósmyndasýningu sem haldin er í Helsinki árlega. Auk þess eru ljósmyndir þátttakenda til sýnis á vefsíðu verkefnisins og prentaðar í bók annað hvert ár.

Sýningin er haldin í Luckan safninu og stendur frá 7. mars til 29. mars 2024. Auk þess verður í fyrsta skipti sýning á verkum þátttakenda í menningarhúsinu GRAND í Finnlandi í febrúar og í Norræna húsinu í apríl.

Alls eru 16 nemendur frá Norðurlöndunum fjórum sem taka þátt í sýningunum og frá ljósmyndadeild Tækniskólans eru það þau Birta Margrét Björgvinsdóttir, Einar Ingi Ingvarsson, Karítas Sveina Guðjónsdóttir og Sveinn Hartvig Ingólfsson.

Við óskum ljósmyndadeildinni til hamingju þetta spennandi verkefni og hvetjum öll til að skoða þær glæsilegu ljósmyndir sem verða til sýnis.