04. apríl 2024
Ljósmyndasýning í Norræna húsinu
Samsýning ljósmyndanema
Þann 9. apríl kl. 15:00–17:00 opnar ljósmyndasýningin CHAOS í Norræna húsinu. Þetta er samsýning ljósmyndanema frá nokkrum Norðurlöndum og stendur sýningin til 21. apríl.
Fjórir nemendur úr ljósmyndadeild Tækniskólans munu taka þátt og er þetta hluti af norrænu samstarfi sem lesa má nánar um í eftirfarandi frétt.
Við hvetjum ykkur til að kíkja við og skoða þessi glæsilegu verk.