Lýðræðisvika Tækniskólans

12. – 19. apríl verður lýðræðisvika í Tækniskólanum.
Vikan hefst með Skuggakosningum til sveitastjórna 2018 og geta þá allir framhaldsskólanemar kosið sína fulltrúa í sveitastjórnir.
Samhliða þessum kosningum kjósa nemendur um hvort lækka eigi kosningaaldur til sveitastjórna í 16 ár eða ekki.
Niðurstöður verða gerðar opinberar eftir að kjörstöðum lokar á kjördag sveitastjórnarkosninga, 26. maí.
Kosningar til miðstjórnar Nemendasambands Tækniskólans
Mánudaginn 16. apríl opnar svo fyrir kosningar til miðstjórnar NST. Kosið verður á Innu og verður hægt að kjósa frá 16. – 19. apríl.
Hver nemandi kýs 3 fulltrúa og mynda þeir þrír fulltrúar sem flest atkvæði fá miðstjórn sem skiptir svo með sér verkum formanns, varaformanns og ritara. Auk þeirra sitja í miðstjórn fulltrúi nýnema og fulltrúi nemenda í Hafnarfirði.
Niðurstöður kosninga verða kynntar föstudaginn 20. apríl.
Frambjóðendur til miðstjórnar NST eru:
Auður Aþena Einarsdóttir – K2
Guðmundur Aron Guðmundsson – K2
Gunnhildur Fríða Hallgrímsdóttir – K2
Magnús Dagur Jóhannesson – Tölvubraut
Oddur Þór Unnsteinsson – Grunndeild rafiðna
Ólafía Björt Benediktsdóttir – Upplýsingatækni- og fjölmiðlabraut
Ólafur Hrafn Halldórsson – K2
Snædís Fríða Draupnisdóttir – K2
Á kosningavef NST má finna kynningarbréf frambjóðenda og nánari upplýsingar.