fbpx
Menu

Fréttir

22. október 2019

Makers+

Makers+

Alþjóðlegt verkefni sem snýst um að búa til námsefni fyrir framtíðarstofur (makerspaces)

Tækniskólinn hlaut nýverið Erasmus+ styrk fyrir þátttöku í alþjóðlegu verkefni sem snýst um að búa til námsefni fyrir framtíðarstofur (makerspaces). Þetta er þriggja ára verkefni sem við munum vinna með samstarfsaðilum frá Belgíu, Tyrklandi, Þýskalandi, Frakklandi, Spáni og Austurríki. Heildar upphæð styrksins er rétt tæpar 300.000 evrur og okkar hlutur er 44.500 evrur.

Megin markmið verkefnisins er að búa til samræmt námsefni sem verður í opnum aðgangi fyrir stofnanir og einstaklinga sem vilja nýta sér framtíðarstofur, hvort sem er til náms eða kennslu. Námsefnið á að henta bæði sem kennsluefni fyrir kennara og leiðbeinendur og efni sem þeir geta notað við kennslu nemenda.

Starfsfólk Tækniskólans sem tekur þátt í verkefninu eru:

Eðvarð Arnór Sigurðsson – tæknileiðtogi Framtíðarstofu
Erna Ástþórsdóttir – kennari á hönnunar- og nýsköpunarbraut
Halldór Bragason – kennari og verkefnastjóri í stafrænni miðlun
Svanhvít Sif Th. Sigurðardóttir – starfsmaður Upplýsinga- og alþjóðadeildar og Framtíðarstofu