fbpx
Menu

Fréttir

21. apríl 2024

MARS kynnir Labyrinth

Ný íslensk leikgerð

Leikfélag Tækniskólans, MARS, kynnir með stolti leikritið Labyrinth. Þetta er ný íslensk leikgerð og frábær fjölskyldusýning. Þó viljum við vara við að ljósin í sýningunni geta sumum þótt of skær og öðrum tónlistin hávær.

Leiksýningin er byggð á klassísku fanstasíu kvikmyndinni Labyrinth frá árinu 1986. David Bowie lék bæði stórt hlutverk í myndinni og á heiðurinn af hluta tónlistarinnar.

Sara nennir ekki að passa litla bróður sinn. Hún biður The goblin King um að taka hann frá sér. Þegar Söru langar að fá bróður sinn til baka, þá er það ekki sjálfsagt, heldur lætur kóngurinn hana leysa þrautir og finna leið sína í gegnum völundarhúsið sitt.

Sýningartími:

Miðaverð er 1000 kr. og sæti eru ekki númeruð. Sýningar fara fram Hátíðarsal Tækniskólans við Háteigsveg – eða gamla Sjómannaskólanum.

Leikstjóri leikhópsins er hin dásamlega Júlíana Kristín Liborius Jónsdóttir, menntuð leikkona og sviðshöfundur frá leiklistarskólanum Copenhagen International School of Performing Arts.