fbpx
Menu

Fréttir

16. mars 2018

Metaðsókn var á opið hús Tækniskólans

Metaðsókn var á opið hús Tækniskólans

Mikill áhugi og margir fengu að prófa eitthvað nýtt.

Metaðsókn var í opið hús hjá Tækniskólanum fimmtudaginn 15. mars. Skólastofur voru opnar og hægt að skoða verkefni og fá að prófa fjölbreytt tæki og tól.

Fjöldi grunnskólanema ásamt foreldrum kom og skoðaði og ræddi við skólastjóra, kennara og nemendur skólans.

Einstaklega vel heppnuð kynning

Kennarar, skólastjórar og aðrir starfsmenn höfðu gaman af að taka á móti áhugasömum gestum og sérstaklega var skemmtilegt að sjá hvað nemendur Tækniskólans stóðu sig vel í að kynna námið sitt og félagslífið.

Fjöldi mynda fylgir með fréttinni 🙂

Takk fyrir komuna og sjáumst í haust.