Mikil gleði í nýnemaferð

Nýnemar Tækniskólans héldu í skemmtiferð á Stokkseyri til að kynnast hvert öðru og félagslífi skólans fimmtudaginn 30. ágúst. Nemendasamband Tækniskólans hélt utan um ferðina og skemmtidagskrá sem náði hápunkti í trylltum dansi í sundlaug Stokkseyrar, en auk þess var kvöldvaka, spilað, hlegið og farið í alls kyns leiki.













Nemendur í stjórn og nefndir og Tækniskólapeysur
Nýnemar kusu sér svo fulltrúa nýnema í miðstjórn Nemendasambandsins og var það Berglind Marý Egilsdóttir, nemandi á K2 sem sigraði þá kosningu.
Nemendasambandi frumsýndi einnig nýjar peysur sem seldar voru í ferðinni og skráði áhugasama nemendur í nefndir innan sambandsins, s.s. skemmtinefnd, auglýsinganefnd o.s.frv.
Áhugasamir geta nálgast peysurnar í almennri sölu í næstu viku.
Alls fóru 144 nýnemar í ferðina á samt fulltrúum nemendasambandsins og starfsmanna skólans.
Ferðin fór einstaklega vel fram og voru allir nýnemar til fyrirmyndar.