fbpx
Menu

Fréttir

16. febrúar 2020

Mikilvægt að tileinka sér nýjustu tækni og vörur í byggingariðnaði

Mikilvægt að tileinka sér nýjustu tækni og vörur í byggingariðnaði

Redder í samstarfi við birgja sína Proclima, Expandet og Alphachem mun gefa Tækniskólanum vörur sínar sem nota þarf í kennslu. Um er ræða öndunardúka fyrir þök og veggi, sem auka loftun í þökum og veggjum sem er gríðarlega mikilvægt til að koma í veg fyrir rakamyndun og þar með möguleg mygluvandamál. Einnig mun Redder í samstarfi við Proclima sjá skólanum fyrir límböndum og þéttingum fyrir glugga og rakavarnarlög. Í samstarfi við Alphachem mun Redder sjá Byggingatækniskólanum fyrir límkíttum, þéttiefnum og pallaolíu svo eitthvað sé nefnt. Að lokum mun Redder í samstarfi við Expandet gefa skólanum allar skrúfur og festingar.


Aukin tenging við atvinnulífið

Redder telur að auka megi tengingu Tækniskólans við atvinnulífið og þeir vilja leggja sitt af mörkum. Þeir hafa þá trú að enn verði vöxtur í byggingariðnaði auk þess sem viðhald er alltaf á dagsskrá og töluvert fram undan í þeim efnum. Það er ekki nóg að það sé í orði en ekki á borði að efla þurfi iðnmentun í landinu og hvetja ungdóm landsins til að sækja sér iðnmenntun. Að hafa tök á að kynna sér það nýjasta á sínu sérsviði eykur áhuga og  sjónarhorn nemenda á tækninýjungar.
Redder  hefur lagt metnað í að vera með námskeið og kynningar fyrir nemendur skólanna sem og aðra fagmenn. „Við teljum mikilvægt að sinna slíku til að efla vitund og vakningu í húsasmíði og skyldum greinum.“

„Það er gríðarlega mikil framþróun í byggingatækni og það er lykilatriði og íslenskir fagmenn séu með puttann á púlsinum í þeim efnum. Þetta er spennandi geiri og spennandi atvinnugrein“ segir Egill hjá Redder að lokum.