Múraranemar heimsækja Vallá

Vallá hélt kynningu á nýrri gerð múrdælu. Múrurum og meisturum var boðið til þeirrar kynningar, Nemendum í múrdeild Tækniskólans var einnig boðið. Kennslan var því flutt úr hefðbundnu skólastarfi að athafnasvæði Vallá í Norðurhrauni í Garðabæ. Kynning fór fram á nýrri gerð af Duo Mix múrdælu. Þessi múrdæla er frábrugðin þeim dælum sem algengastar eru á markaði hérlendis að því leiti að hún er öll minni, hún hefur skroppið saman og minnir á smábíl svo dæmi sé tekið. Virknin er nánast eins og á stærri gerð múrdælu frá þessum framleiðanda og öll vinnubrögð eru ámóta.
Hvalreki að kynnast því nýjasta á markaðnum í dag
Segja má því að kynning Vallá á nýrri gerð af Duo Mix sé hvalreki fyrir nemendur að kynna sér það nýjasta sem er á markaðnum í dag. Einungis er um eitt ár frá því að þessi múrdæla var sett á markað.
Ferðin tókst vel og var múrverksmiðjan skoðuð í leiðinni. Tvær flugur slegnar í einu höggi. Allir fóru sáttir heim eftir ágæta kynningu og gott meðlæti með kaffinu.
Vallá eru færðar hinar bestu þakkir fyrir þetta boð.