fbpx
Menu

Fréttir

06. maí 2021

Aðstoð í námi

Senn líður að annarlokum og flestir nemendur í verkefnavinnu og ritgerðarskrifum. Við viljum því minna á þá námsaðstoð og þjónustu sem stendur til boða í Tækniskólanum.

 

Bókasafn

Bókasafn Tækniskólans veitir nem­endum greiðan aðgang að upp­lýs­ingum og heim­ildum vegna náms og kennslu. Þangað geta nemendur m.a. leitað ef þá vantar stað til að læra á, aðgang að Teams eða þurfa að ná í kjörbækurnar sínar.

 

Heimildarvinna og ritgerðarskrif

Við viljum einnig benda á tenglasafn bókasafnsins þar sem finna má ýmsar upplýsingar sem koma að gagni í verkefnavinnu. Þarna er m.a. að finna tengla á orðabækur, gagnasöfn og aðrar heimildir.

Á síðu bókasafnsins má einnig finna upplýsingar um ritgerðarskrif og heimildaskráningu.

 

Námsver

Einnig minnum við á námsver skólans sem veita nemendum sem þess þurfa aðstoð í námi. Í nám­sverum skólans er hægt að fá hjálp við próftöku, stuðning við heimanám sem og almenna aðstoð í grunn­greinum. Nemendur geta einnig leitað þangað ef þörf er á aðstoð við verk­efna- og ritgerðarsmíð.

 

Við hvetjum ykkur til þess að nýta þá þjónustu sem er í boði og óskum ykkur góðs gengis á lokasprettinum!