fbpx
Menu

Fréttir

26. október 2018

Námskynning frá verkfræðideild Háskólans í Suður-Danmörku (SDU)

Námskynning frá verkfræðideild Háskólans í Suður-Danmörku (SDU)

Kynningar á Háteigsvegi og Skólavörðuholti

Kynningar fara fram þriðjudaginn 30. október bæði á Háteigsvegi og á Skólavörðuholti

  • Háteigsvegur: Stofa H304 kl. 10:00
  • Skólavörðuholt: Stofa S202 kl. 13:10

Stór skóli

SDU er þriðji stærsti háskóli Danmerkur með um 20.000 nemendur og 2200 kennara. Höfuðstöðvar skólans eru í Óðinsvé en aðrar deildir eru í Esbjerg, Kolding, Kaupmannahöfn, Slagelse og Sønderborg.

Í verkfræðideild skólans er stundað víðtækt rannsóknarstarf, allt frá Nano til iðn-róbota og einnig viðskiptarannsóknir. Innan SDU eru alls í kring um 60 mismunandi deildir sem allar stunda rannsóknir og kennslu í sínu sérfagi.

Margir fyrrum nemendur Tækniskólans stunda nám við SDU, meðal annars nemar úr Byggingartækniskólanum og Raftækniskólanum.

Kynning á íslensku

Kynningarnar fara fram þriðjudaginn 30. október kl. 10:00 í stofu H304 á Háteigsvegi og kl. 13:10 í stofu S202 á Skólavörðuholti. Kynningarnar fara fram á Íslensku og taka u.þ.b. klukkustund.

Kynningin er í höndum kennara og nemenda við skólans. Fyrirlesarar eru:

  • Lars Duggen, Lektor í Mads Clausen stofnuninni
  • Hákon Haraldsson, masters nemi í Hátækniverkfræði (Mechatronics)
  • Jens Chr. Jensen, Lektor
  • Valþór Bjarki Guðmundsson, þriðja árs nemi í verkfræði, Robotics.