fbpx
Menu

Fréttir

30. september 2022

Námskynning Lingó

Námskynning LingóÁ námskynningu Lingó gefst tækifæri til að hitta fulltrúa frá erlendum fagháskólum og kynna sér fjölbreytt úrval námsleiða.

Þetta er einstakt tækifæri til að kynna sér hvað er í boði og afla upplýsinga frá fyrstu hendi, enda margir kostir við að stunda nám erlendis, við skóla sem bjóða góða aðstöðu og kennslu undir stjórn reyndra fagmanna.

Fagháskólanám erlendis opnar einnig möguleika á að hitta „rétta“ fólkið og komast áfram á alþjóðlegum markaði. Fulltrúar frá tólf skólum á Englandi, Ítalíu, Spáni og Þýskalandi verða á staðnum, auk þess sem kynntir verða ýmsir aðrir námsmöguleikar.

Sjá má nánari upplýsingar um viðburðinn og dagskrána á vefsíðu Lingó.

Allir velkomnir og ókeypis aðgangur.