19. mars 2021
Nemendakosningar
Óskað er eftir framboðum til stjórnarsetu í eftirfarandi félögum NST:
- Miðstjórn NST
- NTM – skólafélag Tæknimenntaskólans
- Eniac – skólafélag Upplýsingatækniskólans
- SFR – Skólafélag Raftækniskólans
- Skólafélag Hönnunar- og handverksskólans
- Skólafélag Byggingartækniskólans
- Skólafélag Skipstjórnarskólans (Formaður, gjaldkeri, vara-formaður, skemmtanastjóri og ritari)
- Nemendaráð nemenda í Hafnarfirði (formaður þess tekur sæti í miðstjórn sem fulltrúi nemenda í Hafnarfirði)
Frambjóðendur (fyrir utan Skólafélag Skipstjórnarskólans) bjóða fram krafta sína til setu í stjórn, en að kosningum loknum munu þeir sem hljóta kosningu skipta með sér verkum (þ.e. formaður, varaformaður, ritari o.s.frv. þar sem það á við).
Frestur til að skila inn framboðum er til föstudagsins 26. mars næstkomandi. Kosningar fara svo fram á innu dagana 12.-15. apríl.
Framboð skulu berast á valdi@tskoli.is