fbpx
Menu

Fréttir

14. nóvember 2018

Nemendur af tölvubraut með kynningu í Háskólabíó

Nemendur af tölvubraut með kynningu í Háskólabíó

Nokkrir nemendur af tölvubraut voru með kynningu í Háskólabíó um síðastliðna helgi, á First Lego League keppninni.
Þeir sýndu VEX róbótana sína og þjarkinn sem var notaður í First Robotics keppninni í fyrra í Washington. Nemendur okkar stóðu sig frábærlega og voru brautinni og skólanum til mikils sóma. Innritun á tölvubraut – vorönn 2019 – stendur nú yfir!

Grunnskólanemendur sýndu kynningunni mikinn áhuga.

FIRST® LEGO® League keppnin (FLL) hefur það markmið að kveikja áhuga á uppgötvunum, vísindum og tækni hjá nemendum á aldrinum 10-16 ára.
Með þátttöku í þessu spennandi verkefni er unnt að skapa færni í vísindum, verkfræði og tækni, örva nýsköpun og byggja upp sjálfstraust, samskiptahæfni og forystuhæfileika.

Nokkrar myndir frá deginum fylgja frétt.

 

Nánar um FLL keppnina:  http://firstlego.is/
Nánar um First Robotics keppnina: https://www.firstinspires.org/robotics/frc