fbpx
Menu

Fréttir

27. mars 2018

Nem­endur á Hönn­unar- og nýsköp­un­ar­braut hanna forsíðu

Nemendur á Hönnunar- og nýsköpunarbraut hanna forsíðu

Verðlaunaafhending fór fram á hönnunar- og nýsköpunarbraut Tækniskólans

Haldin var sam­keppni um forsíðu fyrir Handbók kennara 2018-2019 á vegum Kenn­ara­sam­bands Íslands. Nem­endur fjórðu annar Hönnunar- og nýsköpunarbrautarinnar hafa unnið að til­lögum fyrir bókina í teikni­áfanga hjá kennara sínum Helgu Guðrúnu Helga­dóttur síðan í byrjun janúar og nú er ljóst hvaða til­lögu dóm­nefnd KI undir for­ystu Arn­dísar Þorgeirs­dóttur hefur valið.

Arndís Þorgeirs­dóttir afhenti verðlaunin fyrir hönd dóm­nefndar KÍ.

Ólavía Rún Gríms­dóttir hlaut fyrstu verðlaun fyrir til­lögu sína. Með til­lögu hennar fylgdi eft­ir­far­andi texti:

„Að vökva huga og hjarta er kennarans sál og mannsins mál.“

Mary Jemrio Soriano Malana og Katrín Árna­dóttir hlutu önnur og þriðju verðlaun fyrir sínar til­lögur.

Fyrir þá sem vilja sjá allar til­lög­urnar þá eru þær til sýnis á 4. hæðinni í húsnæði braut­ar­innar á Skólavörðuholti.