fbpx
Menu

Fréttir

12. september 2018

Nemendur Tækniskólans leiðandi

Nemendur Tækniskólans leiðandi

Aðalþing Sambands íslenskra framhaldsskólanema (SÍF) fór fram dagana 8. og 9. september í Háskólanum í Reykjavík, en öll nemendafélög framhaldsskóla á Íslandi eiga aðild að samtökunum sem berjast meðal annars fyrir hagsmunum framhaldsskólanema á landsvísu.

Nemendasamband Tækniskólans leiðandi

Undanfarin ár hafa nemendur Tækniskólans verið virkir innan SÍF og var engin undantekning þar á að þessu sinni. Alls sátu 3 nemendur Tækniskólans á þinginu og buðu 2 þeirra sig fram til stjórnar, en það voru Ólafur Hrafn Halldórsson, formaður Nemendasambands Tækniskólans sem var kjörinn varaformaður SÍF og Gunnhildur Fríða Hallgrímsdóttir, varaformaður Nemendasambandsins sem var kjörinn formaður Sambandsins.

Hlutverk SÍF eru að:

  • Verja réttindi framhaldsskólanema
  • Hafa forystu í hagsmunamálum framhaldsskólanema
  • Vera málsvari og milliliður í ágreiningsmálum
  • Vera upplýsandi um hvað standi nemum til boða
  • Hafa forystu í félagsstarfi og félagsmálafræðslu
  • Vera leiðandi í upplýsingagjöf um nám á framhaldsskólastigi
  • Styðja við bakið á aðildarfélögum sínum
  • Standa vörð um gæði náms
  • Stuðla að jöfnu aðgengi til náms
  • Vera sameiginlegur grundvöllur fyrir framhaldsskólanema til að koma saman og ræða stöðu sína og tengd málefni

Markmið SÍF eru að:

  • Gæta hagsmuna og réttinda framhaldsskólanema, stuðla að bættri menntun og jöfnu aðgengi til náms
  • Styrkja rödd ungs fólks í baráttu fyrir bættum kjörum framhaldsskólanema
  • Styðja við bakið á aðildarfélögum sínum í baráttumálum þeirra
  • Að fá réttindayfirlýsingu framhaldsskólanema virta af yfirvöldum í menntamálum
  • Halda úti opinni skrifstofu og virkri upplýsingaveitu
  • Styðja og efla framhaldsskólanema í félagsstarfi þeirra og stuðla að auknum þroska
  • Vinna markvisst gegn fordómum í iðnnámi
  • Virkja Sífara

Nánar má lesa um Samband íslenskra framhaldsskólanema á vef þeirra, neminn.is