fbpx
Menu

Fréttir

09. september 2022

Netárás á Tækniskólann

Snemma í morgun urðu truflanir á innra neti Tækniskólans og í fyrstu var talið að um bilun væri að ræða. Eftir bilanagreiningu kom í ljós að hér er um alvarlega netárás að ræða og vinnur tölvudeild skólans hörðum höndum að því að komast til botns í málinu. Leitað hefur verið til sérfræðinga á sviði netöryggismála. Beðist er velvirðingar á þeim óþægindum sem þetta veldur.

Upplýsingar um stöðu mála verða uppfærðar á vef skólans jafnóðum.

 

Hildur Ingvarsdóttir

Skólameistari