fbpx
Menu

Fréttir

18. apríl 2018

Nú getur öllum liðið vel á klósettinu

Nú getur öllum liðið vel á klósettinu

Í vetur hefur umræða um málefni hinsegin- og transfólks verið talsverð í þjóðfélaginu og meðal annars hefur Ragnheiður – hjúkrunarfræðingur Tækniskólans – staðið fyrir fræðslu um þau fyrir alla stjórnendur Tækniskólans.

Snædís Draupnisdóttir nemandi við stúdentsbrautina K2 og fulltrúi nemanda í jafnréttisnefnd segir að það skipti miklu máli að öllum líði sem best í skólanum Þessar nýju merkingar eru stór liður í því ferli.

Áhersla á geðheilbrigði  nemenda

„Það má segja að þetta sé lítill hluti þess átaks sem skólinn réðst í með ráðningu hjúkrunarfræðings síðastliðið haust. Ég var svo heppin að fá það starf, en áherslan er á geðheilbrigði nemenda. Ég hef bæði boðið upp á einstaklingsviðtöl og talað við hópa nemenda, ásamt því að bjóða upp á slökun fyrir bæði nemendur og starfsfólk. Krafan um að geðheilbrigði framhaldsskólanemenda sé gefinn aukinn gaumur er að verða ansi hávær. Við verðum að bregðast við og styðja unga fólkið okkar áður en allt er komið í óefni og líðan það slæm að það flosnar upp úr skóla og lendir á sjúkrahúsi eða í sjálfsvígstilraunum. Stundum er þetta spurning um líf eða dauða og við vitum að krakkarnir okkar eru undir miklu álagi, sérstaklega eftir styttingu framhaldsskólanáms í 3 ár úr fjórum. Félag framhaldsskólanema og Landlæknisembættið hafa látið í sér heyra að undanförnu, og auðvitað var til mikillar fyrirmyndar að Velferðarráðuneytið skyldi styðja við mína ráðningu með sérstakri styrkveitingu – þó svo að hún hafi aðeins verið tryggð einn vetur.“