fbpx
Menu

Fréttir

02. september 2018

Nýnemaball Tækniskólans

Nýnemaball Tækniskólans

Fimmtudaginn 6. september heldur Nemendasamband Tækniskólans í samstarfi við Nemendafélög FÁ, Borgarholtsskóla, FMOS og Menntaskóla Borgarfjarðar skólaball í Reiðhöllinni í Víðidal. Ballið hefst kl. 22:00 og því lýkur kl. 01:00. Húsið lokar kl. 23:00 og verður gestum ekki hleypt inn eftir það.

Fram koma

  • Ra:tio
  • Young Karin
  • Clubdub
  • SZK
  • Jói Pé & Króli

Edrúpottur

Öllum nemendum sem koma á ballið verður boðið að blása í áfengismæli og komast allir sem það gera og mælast vínandalausir í pott. Dregið verður úr pottinum föstudaginn 7. september og meðal vinninga eru iPhone X, iPad, Bose QC 35 II heyrnartól frá Origo, gjafabréf á veitingastaði o.fl.

Miðasala

Miðar á ballið kosta 3500kr. og er hægt að nálgast þá í gegnum vef nemendasambandsins.
Við hvetjum foreldra eindregið til að sækja börnin sín að ballinu loknu.
Þeir nemendur sem sækja ballið fá leyfir frá kennslu fyrstu tvær kennslustundirnar að morgni föstudagsins 7. september. Aðrir nemendur mæta í kennslu samkvæmt stundatöflu.

Vímuefnalaus skemmtun

Allar skemmtanir á vegum skólans eru áfengis- og vímuefnalausar. Allt tóbak verður gert upptækt, rafrettur geymdar en vökvinn í þær gerður upptækur. Verði nemendur undir 18 ára aldri uppvísir að drykkju verður hringt í foreldra og þeir látnir sækja börnin sín. Eldri nemendum, sem verða uppvísir að drykkju, verður hins vegar vísað á dyr. Örvæntið þó ekki, því langoftast eru nemendur til algerrar fyrirmyndar á skólaböllunum.