fbpx
Menu

Fréttir

12. desember 2017

Nýr vefur Tækniskólans

Vinnsla hófst fyrir rúmu ári

Stýrirhópur var stofnaður innan skólans sem skipaður var Ásgerði Sveinsdóttur, Ingibjörgu Rögnvaldsdóttur, Jónatan Arnari Örlygssyni og Ólafi Sveini Jóhannessyni. Sigurjón Ólafsson hjá Funksjón vefráðgjöf vann með stýrihópnum að undirbúningsvinnu. Greining var gerð og ítarleg rannsókn og gagnaöflun frá ríflega 300 einstaklingum sem lögðu verkefninu lið með því að taka þátt í netkönnun, viðtölum, notendaprófunum, vinnustofum og fundum.

Kosmos og Kaos hönnuðu og unnu verkið

Vefurinn hefur verið unninn frá því í upphafi árs í umsjón Kosmos og Kaos. Hönnunar- og hugmyndavinna var unnin í samstarfi við Birnu og Jóhönnu Þorkelsdætur sem þá voru nemendur Vefskólans og fleiri nemendur frá skólanum komu að vinnunni í upphafi í samstarfi við vefstofuna.

Næstu dagar verða notaðir til að betrumbæta

Unnið verður áfram að umbótum en nú gefst starfsfólki og nemendum kostur á að rýna í vefinn. Send verður út könnun til starfsmanna og nemenda og ákveðinna rýnihópa.

Vefurinn mun væntanlega fara formlega í loftið innan 10 daga.

Markmið með nýjum vef

Meginmarkmið með nýjum vef  var sett í byrjun og stefnan tekin á að:

  • Hafa skýrari fókus á aðalmarkhópinn, væntanlega nemendur.
  • Upplýsa um nám og námsleiðir við Tækniskólann þvert á allar greinar.
  • Einfalda vefinn til muna með tiltekt í síðum og texta.
  • Bæta aðgengi að upplýsingum um nám með öflugri leit og síunarmöguleikum.
  • Bæta þjónustu við nemendur og starfsmenn skólans og aðra sem erindi eiga inn á vef Tækniskólans.

Spennandi verður að fylgjast með á næstunni hverjar viðtökurnar verða hjá notendum.